Innlent

Allt á lausu varðandi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

Sigríður Mogensen skrifar
Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi þegja þunnu hljóði. Mynd/ Arnþór.
Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi þegja þunnu hljóði. Mynd/ Arnþór.
Enn er allt í lausu lofti varðandi fyrirtöku Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á málefnum Íslands. Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegir þunnu hljóði.

Samkvæmt dagskrá átti stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að taka fyrir endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands næstkomandi mánudag. Nú er allt útlit fyrir að sú endurskoðun muni frestast, en niðurstaða þess efnis mun væntanlega liggja fyrir síðar í dag. Ljóst er að slík töf setur lánasamninga Íslands við aðrar þjóðir og áætlun stjórnvalda um endurreisn efnahagslífsins í uppnám.

En lán Norðurlandanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru mikilvæg forsenda í öllum áætlunum stjórnvalda í efnahagsmálum. Þessa stundina er unnið að því í fjármálaráðuneytinu að tryggja að endurskoðunin frestist ekki frekar.

Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu þegar leitað var eftir því í dag og í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×