Eva Joly fordæmir Breta vegna Icesave 1. ágúst 2009 10:15 Eva Joly kemur víða við í grein sinni í Morgunblaðinu. Mynd/Daníel Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins, fordæmir framferði Breta í Icesave málinu og átelur einnig Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ESB í harðorðri grein í Morgunblaðinu í dag. Greinin birtist samtímis í norska dagblaðinu Aftenposten, breska dagblaðinu Daily Telegraph og franska stórblaðinu Le Monde. Í greininni fer hún hörðum orðum um viðsemjendur Íslendinga í Icesave deilunni og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málinu sem hafi varið hagsmuni langt utan íslensku strandlengunnar. „Ábyrgðarlaus afstaða sumra ríkja, Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart hruni íslenska efnahagskerfisins sýnir að þau eru ófær um að draga lærdóm af hruni þess samfélags sem Ísland var holdgervingur fyrir - þ.e. samfélagsi óhefts markaðsfrelsis, einkum frjálsra fjármálamarkaða, sem þessir sömu aðilar tóku þatt í að móta," segir Eva í greininni. Eva segir Gordgon Brown, forsætisráðherra Bretlands, bera siðferðilega ábyrgð á hruni efnahagskerfisins þar sem hann hafi verið fremstur í flokki þeirra sem hömpuðu því skipulagi sem nú er komið í þrot. Þá átelur hún hann fyrir að skýla sér á bak við lagalega stöðu sína í Icesave málinu og segir hörku hans aðeins mega skýra á þann veg að hann sé að ganga í augu kjósenda sinna. Hún segir Hollendinga og Breta hafa ákveðið einhliða að Ísland tæki á sig skuldbindingar langt umfram hina 20.000 evra lágmarkstryggingu innistæðna og gripið til hneykslanlegra þvingunaraðgerða vegna þessa. Hún segir að þegar til kastanna komi verði hvorki hægt að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum né Bretlandi og Hollandi. Einnig sendir hún Norðurlöndunum tóninn og segir þau nú afreka það helst að bregðast ekkert við þeirri kúgun sem Ísland sé beitt. Hún segir farsælli lausn á málefnum Íslendinga hafa verið þá ef aðildarlönd Evrópusambandsins hefðu hugað að leiðum sem gerðu þeim kleift að axla ábyrgð í málinu og koma betra skipulagi á fjármálamarkaði. Þá hefði AGS getað nýtt tækifærið og tekið lánveitingarskilyrði sín til endurskoðunar og stigið þar með fyrsta skrefið í átt að nauðsynlegum og löngu tímabærum umbótum á fjölþjóðlegum stofnunum sem hafa lykilhlutverki að gegna í alþjóðasamstarfi. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins, fordæmir framferði Breta í Icesave málinu og átelur einnig Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ESB í harðorðri grein í Morgunblaðinu í dag. Greinin birtist samtímis í norska dagblaðinu Aftenposten, breska dagblaðinu Daily Telegraph og franska stórblaðinu Le Monde. Í greininni fer hún hörðum orðum um viðsemjendur Íslendinga í Icesave deilunni og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málinu sem hafi varið hagsmuni langt utan íslensku strandlengunnar. „Ábyrgðarlaus afstaða sumra ríkja, Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart hruni íslenska efnahagskerfisins sýnir að þau eru ófær um að draga lærdóm af hruni þess samfélags sem Ísland var holdgervingur fyrir - þ.e. samfélagsi óhefts markaðsfrelsis, einkum frjálsra fjármálamarkaða, sem þessir sömu aðilar tóku þatt í að móta," segir Eva í greininni. Eva segir Gordgon Brown, forsætisráðherra Bretlands, bera siðferðilega ábyrgð á hruni efnahagskerfisins þar sem hann hafi verið fremstur í flokki þeirra sem hömpuðu því skipulagi sem nú er komið í þrot. Þá átelur hún hann fyrir að skýla sér á bak við lagalega stöðu sína í Icesave málinu og segir hörku hans aðeins mega skýra á þann veg að hann sé að ganga í augu kjósenda sinna. Hún segir Hollendinga og Breta hafa ákveðið einhliða að Ísland tæki á sig skuldbindingar langt umfram hina 20.000 evra lágmarkstryggingu innistæðna og gripið til hneykslanlegra þvingunaraðgerða vegna þessa. Hún segir að þegar til kastanna komi verði hvorki hægt að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum né Bretlandi og Hollandi. Einnig sendir hún Norðurlöndunum tóninn og segir þau nú afreka það helst að bregðast ekkert við þeirri kúgun sem Ísland sé beitt. Hún segir farsælli lausn á málefnum Íslendinga hafa verið þá ef aðildarlönd Evrópusambandsins hefðu hugað að leiðum sem gerðu þeim kleift að axla ábyrgð í málinu og koma betra skipulagi á fjármálamarkaði. Þá hefði AGS getað nýtt tækifærið og tekið lánveitingarskilyrði sín til endurskoðunar og stigið þar með fyrsta skrefið í átt að nauðsynlegum og löngu tímabærum umbótum á fjölþjóðlegum stofnunum sem hafa lykilhlutverki að gegna í alþjóðasamstarfi.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira