Innlent

Virðum sjónarmið beggja

Siv Friðleifsdóttir, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir að málið snúist ekki um röðun Birkis og Höskuldar á lista.
Siv Friðleifsdóttir, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir að málið snúist ekki um röðun Birkis og Höskuldar á lista.
„Þeir mátu stöðuna á mismunandi hátt í nefndinni í morgun eins og fram hefur komið hjá þeim og við virðum sjónarmið beggja," segir Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður framsóknarmanna, um mismunandi sjónarmið þeirra Höskuldar Þórhallssonar og Birkis J. Jónssonar í viðskiptanefnd Alþingis í morgun.

Birkir studdi þá tillögu stjórnarflokkanna um að frumvarp um Seðlabankann yrði afgreitt úr nefnd en Höskuldur snerist á sveif með Sjálfstæðisflokknum og vill bíða með að afgreiða frumvarpið þangað til að skýrsla Evrópusambandsins um eftirlitsaðila á fjármálamarkaði verður kynnt á miðvikudaginn.

Siv segir að þingflokkurinn muni ekki taka afstöðu með öðrum hvorum aðilanum. „Væntanlega verður málið bara tekið fyrir aftur í nefndinni fljótlega og klárað," segir Siv. Hún hafnar því alfarið að ólík afstaða Höskuldar og Birkis snúist um að þeir gefi báðir kost á sér í fyrsta sæti í Norðausturkjördæmi. „Nei það held ég að sé nú ekki aðalatriðið í því máli," segir Siv.

Frumvarpið sem um ræðir felur í sér breytingar á stjórnskipulagi Seðlabankans. Með því er ætlun ríkisstjórnarinnar að ráða nýjan bankastjóra í stað Davíðs Oddssonar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×