Innlent

24 ökukennarar útskrifast

Ökukennsla. Mynd úr safni.
Ökukennsla. Mynd úr safni.

Þann 5. desember verða 24 ökukennarar brautskráðir frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Nám ökukennara hefur verið á háskólastigi frá árinu 1993 við Kennaraháskóla Íslands.

Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 og er þetta því í fyrsta sinn sem HÍ brautskráir ökukennara.

Á tíunda tug síðustu aldar voru um 100 ökukennarar brautskráðir og það sem af er þessari öld verða þeir orðnir um 50.

Ökukennaranám var fært yfir á háskólastig því það þótti brýnt að ökukennarar hlytu bestu kennaramenntun sem völ væri á landinu. Því gerðu samgönguráðuneytið og Kennaraháskólinn með sér samkomulag um að skólinn tæki að sér menntun þessarar kennarastéttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×