Erlent

Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir fjöldamorð í Rúanda

Óli Tynes skrifar
Callixte Kalimanzira var innanríkisráðherra Rúanda í fjöldamorðunum árið 1994.
Callixte Kalimanzira var innanríkisráðherra Rúanda í fjöldamorðunum árið 1994. Mynd/AP
Fyrrverandi innanríkisráðherra Afríkuríkisins Rúanda hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að leiða þúsundir manna í gildru þar sem þeir voru myrtir.

Callixte Kalimanzira var innanríkisráðherra Rúanda í fjöldamorðunum árið 1994 þegar um 800 þúsund tútsar voru myrtir í blóðbaði sem stóð í 100 daga.

Kalimansiravar var náinn bandamaður forseta landsins og forsætisráðherra. Hann var sakfelldur fyrir að safnað þúsundum tútsa saman á hæð Í Ndora héraði með því að lofa þeim matargjöfum og vernd. Þegar fólkið hafði safnast þar saman var ráðist á það og það myrt, að ráðherranum viðstöddum.

Sérstakur dómstóll sem fjallar um þjóðarmorðið hefur nú fellt úrskurði í 38 málum. Sex hafa verið sýknaðir en hinir dæmdir til langrar fangelsisvistar.

Í dag, 15 árum eftir ódæmisverkin, ganga enn ásakanir á hendur alþjóða samfélaginu fyrir að grípa ekki í taumana til þess að stöðva blóðbaðið. Það er einnig deilt um það hverjum öll þessi ósköp voru að kenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×