Flugráðsfólki haldin jólaveisla í Perlunni 22. desember 2009 03:00 Ekkert er til sparað í jólahlaðborði Perlunnar enda kostar 7.890 krónur fyrir manninn.Fréttablaðið/E.Ól. „Ég er gestrisinn maður og alinn upp við góða mannasiði,“ segir séra Gunnlaugur Stefánsson, formaður Flugráðs, sem bauð ráðsmönnum og öðrum gestum í veglegt jólahlaðborð í Perlunni síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftir bankahrunið hefur opinberum aðilum verið lagt fyrir að hagræða í rekstri og skera niður öll útgjöld sem skilgreina má sem óþarfa. Sömuleiðis hafa skattar á almenning verið hækkaðir eins og kunnugt er og frekari hækkanir eru fram undan. Gunnlaugur segir að þegar hann tók við formennsku í Flugráði fyrir þremur árum hafi hann lagt til að tekinn yrði upp sá siður að menn gerðu sér dagamun einu sinni á ári og borðuðu saman að loknum einum fundi. Í staðinn séu aðrir fundir ársins með einföldu sniði. „Við erum bara upp á vatn og brauð á fundunum,“ segir hann. Þá bendir Gunnlaugur á að engin ofurlaun séu greidd fyrir setu í Flugráði. Þannig fái helmingur ráðsmanna alls enga þóknun en aðrir 25 þúsund krónur á mánuði. „Þannig að mér hefur þótt það við hæfi að mönnum sé sýndur einhvers konar smá vottur af þakklæti fyrir þessi störf – að gera sér þennan dagamun einu sinni á ári og finnst það í sjálfu sér ekki fréttaefni. Mér finnst fréttnæmara það sem við erum að gera heldur en hvað við borðum,“ segir formaðurinn. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum um veisluna á fimmtudagskvöld en þær hafa ekki borist. Gunnlaugur kveðst vilja afla nákvæmra talna áður en hann sendir þær frá sér. Jólahlaðborð í Perlunni kostar 7.890 krónur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins taldi hópurinn í kvöldverði Flugráðs um tuttugu gesti. Í Flugráði sitja sex manns. Auk Gunnlaugs er það þau Gísli Baldur Garðarsson varaformaður, séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Árni Gunnarsson, Jens Bjarnason og Lárus Atlason. Það var samgönguráðherra, Kristján L. Möller, sem skipaði í flugráðið. gar@frettabladid.is Séra Gunnlaugur Stefánsson Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Gísli BaldurGarðarsson Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
„Ég er gestrisinn maður og alinn upp við góða mannasiði,“ segir séra Gunnlaugur Stefánsson, formaður Flugráðs, sem bauð ráðsmönnum og öðrum gestum í veglegt jólahlaðborð í Perlunni síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftir bankahrunið hefur opinberum aðilum verið lagt fyrir að hagræða í rekstri og skera niður öll útgjöld sem skilgreina má sem óþarfa. Sömuleiðis hafa skattar á almenning verið hækkaðir eins og kunnugt er og frekari hækkanir eru fram undan. Gunnlaugur segir að þegar hann tók við formennsku í Flugráði fyrir þremur árum hafi hann lagt til að tekinn yrði upp sá siður að menn gerðu sér dagamun einu sinni á ári og borðuðu saman að loknum einum fundi. Í staðinn séu aðrir fundir ársins með einföldu sniði. „Við erum bara upp á vatn og brauð á fundunum,“ segir hann. Þá bendir Gunnlaugur á að engin ofurlaun séu greidd fyrir setu í Flugráði. Þannig fái helmingur ráðsmanna alls enga þóknun en aðrir 25 þúsund krónur á mánuði. „Þannig að mér hefur þótt það við hæfi að mönnum sé sýndur einhvers konar smá vottur af þakklæti fyrir þessi störf – að gera sér þennan dagamun einu sinni á ári og finnst það í sjálfu sér ekki fréttaefni. Mér finnst fréttnæmara það sem við erum að gera heldur en hvað við borðum,“ segir formaðurinn. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum um veisluna á fimmtudagskvöld en þær hafa ekki borist. Gunnlaugur kveðst vilja afla nákvæmra talna áður en hann sendir þær frá sér. Jólahlaðborð í Perlunni kostar 7.890 krónur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins taldi hópurinn í kvöldverði Flugráðs um tuttugu gesti. Í Flugráði sitja sex manns. Auk Gunnlaugs er það þau Gísli Baldur Garðarsson varaformaður, séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Árni Gunnarsson, Jens Bjarnason og Lárus Atlason. Það var samgönguráðherra, Kristján L. Möller, sem skipaði í flugráðið. gar@frettabladid.is Séra Gunnlaugur Stefánsson Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Gísli BaldurGarðarsson
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira