Erlent

Viðurkennt að árásarmaður í Mumbai sé Pakistani

Fjöldi manns lét lífið í árásunum.
Fjöldi manns lét lífið í árásunum.
Pakistönsk yfirvöld hafa viðurkennt að Mohammed Ajmal Kasab, eini árásarmaðurinn sem lifði af árásirnar á Mumbai í nóvember, hafi tengsl við Pakistan. Fjölmiðlar höfðu áður haft það eftir ónafngreindum embættismönnum að Kasab, sem er í haldi í Indlandi, væri pakistanskur ríkisborgari.

Upplýsingaráðherra landsins, Sherry Rehman, sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að Kasab hefði tengsl við Pakistan, en verið væri að rannsaka málið nánar.

Andað hefur köldu milli Indlandi og Pakistan frá því árásirnar, þar sem hátt á annað hundrað létust og fjöldi særðist, voru gerðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×