Innlent

Stálu ljósi af leiði í Gufunesgarði

Jólin eru tími ljóss og friðar en sumum er ekkert heilagt yfir hátíðarnar.

Eldri borgari sem lagt hafði lukt við leiði látinnar eiginkonu sinnar í Grafavorgskirkjugarði í gærmorgun heimsótti leiðið aftur um kvöldið og komst að því að luktin hafði verið tekin og færð að öðru leiði annars staðar í garðinum.

Ekki er vitað til þess hvort þjófnaður sé algengur í kirkjugarðinum. Maðurinn bar sig vel að öðru leyti í samtali við fréttastofu, kastaði jólakveðju á landsmenn og vildi jafnframt koma þeirri einlægu bón á framfæri að spilað yrði meira af kántrítónlist í útvarpinu á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×