Erlent

Eiginkonan sögð bera ábyrgð á áverkunum

Tiger Woods.
Tiger Woods.
Lögreglan á Flórída hefur enn ekki náð tali af kylfingnum Tiger Woods og eiginkonu hans varðandi bílslysið sem hann lenti í aðfararnótt föstudags. Þau ein eru til frásagnar um hvað gerðist í raun og veru en margt bendir til að áverkar í andliti kylfingsins séu ekki af völdum þess að Tiger keyrði á brunahana og tré.

Fréttavefmiðillinn TMZ kveðst hafa heimildir fyrir því að þau hjón hafi rifist heiftarlega skömmu fyrir slysið, í kjölfar slúðurblaðafrétta um meint framhjáhald Tigers og hafi eiginkonan valdið áverkunum.

Woods hjónunum er ekki skylt að ræða við lögregluna þar sem málið er meðhöndlað sem bílsys. Þau hafa nú í tvígang beðist undan yfirheyrslum en stefna á að ræða við lögregluna í dag.


Tengdar fréttir

Tiger Woods útskrifaður af spítala

Golfarinn Tiger Woods hefur verið útskrifaður af spítala eftir að hann lenti í bílslysi í dag. Hann ók á brunahana og þaðan á tré þegar hann var að bakka út úr innkeyrslunni á heimili sínu í Flórída.

Lögreglan mun yfirheyra Tiger

Tiger Woods mun verða yfirheyrður af lögreglu vegna árekstursins skammt frá heimili hans í Flórída í Bandaríkjunum í gær.

Tiger Woods alvarlega slasaður eftir bílslys

Einhver frægasti golfari veraldar, Tiger Woods, liggur þungt haldinn á spítala í Flórida eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi samkvæmt fréttasíðu BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×