Óður Stuðmanna um Rúna Júl 29. apríl 2009 06:30 Nýir og gamlir Stuðmenn í geimsteini María Baldursdóttir heldur um snjáðan Fender-bassa Rúnars og upptökumaðurinn, sá skeggjaði, er afabarn þeirra heiðurshjóna, Björgvin Baldursson. Stuðmenn hafa verið í hljóðveri til að taka upp óð um sjálfan Rúnar Júlíusson eftir Valgeir Guðjónsson. Um leið kynna þeir til sögunnar nýja framlínu sem er samanlagt 36 ára miðað við 110 ára aldur áður. „Vissulega var blóðtaka að missa hina samanlagt 110 ára framlínu, Egil Ólafsson og Raghildi Gísladóttur. Hin nýja framlína, Eyþór Ingi og hin sextán ára Steffý, eru 36 ára samanlagt. En hún „lúkkar“ betur og „sándar“ betur en elstu menn muna,“ segir Jakob Frímann Magnússon hljómborðs-leikari hljómsveitar allra landsmanna – Stuðmanna. Stuðmenn ætla að starfa af krafti í sumar. Þeir eru að taka upp nýtt efni og vinna að plötu sem koma á út seint á þessu ári. En hljómsveitin mun senda frá sér lög eftir hendinni. Stuðmenn hafa verið við upptökur á nýju lagi sem er um sjálfan Rúnar Júlíusson. Varla er hægt að hugsa sér betri stað en upptökumaður er Björgvin Baldursson Guðmundssonar Rúnars. „Lagið fjallar um Rúnar, Keflavíkurbítlið og er í Trúbrotsanda,“ segir Jakob Og enn er komin ný framlína í Stuðmenn. Hljómsveitarstjórinn Jakob Frímann er ánægður með hana. Eyþór Ingi náttúrlega sigraði glæsilega í söngvarakeppninni Bandið hans Bubba nýverið og um hina ungu Steffý má segja að þar sé stjarna fædd. Jakob segir að þeir hafi fundið hana í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Þaðan sem við erum nú allir. Við höfum vakandi auga með þeim mikla listaskóla. Og réðum hana á stundinni.“ Og með þau Eyþór og Steffý sem aðalsöngvara hafa Stuðmenn nú komið fram við góðar undirtektir til dæmis á árshátíð 365 og svo í Officeraklúbbi Einars Bárðarsonar. Áður voru þær Hara-systur og Jónsi í framlínunni og hefur Jakob ekki nema gott eitt um það samstarf að segja. En það hafi hins vegar ekki verið hugsað nema til skamms tíma því verkefni áttu til að rekast á við hljómsveitirnar Elektru og Í svörtum fötum þar sem þau starfa og störfuðu jafnframt. jakob@frettabladid.is Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Stuðmenn hafa verið í hljóðveri til að taka upp óð um sjálfan Rúnar Júlíusson eftir Valgeir Guðjónsson. Um leið kynna þeir til sögunnar nýja framlínu sem er samanlagt 36 ára miðað við 110 ára aldur áður. „Vissulega var blóðtaka að missa hina samanlagt 110 ára framlínu, Egil Ólafsson og Raghildi Gísladóttur. Hin nýja framlína, Eyþór Ingi og hin sextán ára Steffý, eru 36 ára samanlagt. En hún „lúkkar“ betur og „sándar“ betur en elstu menn muna,“ segir Jakob Frímann Magnússon hljómborðs-leikari hljómsveitar allra landsmanna – Stuðmanna. Stuðmenn ætla að starfa af krafti í sumar. Þeir eru að taka upp nýtt efni og vinna að plötu sem koma á út seint á þessu ári. En hljómsveitin mun senda frá sér lög eftir hendinni. Stuðmenn hafa verið við upptökur á nýju lagi sem er um sjálfan Rúnar Júlíusson. Varla er hægt að hugsa sér betri stað en upptökumaður er Björgvin Baldursson Guðmundssonar Rúnars. „Lagið fjallar um Rúnar, Keflavíkurbítlið og er í Trúbrotsanda,“ segir Jakob Og enn er komin ný framlína í Stuðmenn. Hljómsveitarstjórinn Jakob Frímann er ánægður með hana. Eyþór Ingi náttúrlega sigraði glæsilega í söngvarakeppninni Bandið hans Bubba nýverið og um hina ungu Steffý má segja að þar sé stjarna fædd. Jakob segir að þeir hafi fundið hana í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Þaðan sem við erum nú allir. Við höfum vakandi auga með þeim mikla listaskóla. Og réðum hana á stundinni.“ Og með þau Eyþór og Steffý sem aðalsöngvara hafa Stuðmenn nú komið fram við góðar undirtektir til dæmis á árshátíð 365 og svo í Officeraklúbbi Einars Bárðarsonar. Áður voru þær Hara-systur og Jónsi í framlínunni og hefur Jakob ekki nema gott eitt um það samstarf að segja. En það hafi hins vegar ekki verið hugsað nema til skamms tíma því verkefni áttu til að rekast á við hljómsveitirnar Elektru og Í svörtum fötum þar sem þau starfa og störfuðu jafnframt. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist