Óður Stuðmanna um Rúna Júl 29. apríl 2009 06:30 Nýir og gamlir Stuðmenn í geimsteini María Baldursdóttir heldur um snjáðan Fender-bassa Rúnars og upptökumaðurinn, sá skeggjaði, er afabarn þeirra heiðurshjóna, Björgvin Baldursson. Stuðmenn hafa verið í hljóðveri til að taka upp óð um sjálfan Rúnar Júlíusson eftir Valgeir Guðjónsson. Um leið kynna þeir til sögunnar nýja framlínu sem er samanlagt 36 ára miðað við 110 ára aldur áður. „Vissulega var blóðtaka að missa hina samanlagt 110 ára framlínu, Egil Ólafsson og Raghildi Gísladóttur. Hin nýja framlína, Eyþór Ingi og hin sextán ára Steffý, eru 36 ára samanlagt. En hún „lúkkar“ betur og „sándar“ betur en elstu menn muna,“ segir Jakob Frímann Magnússon hljómborðs-leikari hljómsveitar allra landsmanna – Stuðmanna. Stuðmenn ætla að starfa af krafti í sumar. Þeir eru að taka upp nýtt efni og vinna að plötu sem koma á út seint á þessu ári. En hljómsveitin mun senda frá sér lög eftir hendinni. Stuðmenn hafa verið við upptökur á nýju lagi sem er um sjálfan Rúnar Júlíusson. Varla er hægt að hugsa sér betri stað en upptökumaður er Björgvin Baldursson Guðmundssonar Rúnars. „Lagið fjallar um Rúnar, Keflavíkurbítlið og er í Trúbrotsanda,“ segir Jakob Og enn er komin ný framlína í Stuðmenn. Hljómsveitarstjórinn Jakob Frímann er ánægður með hana. Eyþór Ingi náttúrlega sigraði glæsilega í söngvarakeppninni Bandið hans Bubba nýverið og um hina ungu Steffý má segja að þar sé stjarna fædd. Jakob segir að þeir hafi fundið hana í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Þaðan sem við erum nú allir. Við höfum vakandi auga með þeim mikla listaskóla. Og réðum hana á stundinni.“ Og með þau Eyþór og Steffý sem aðalsöngvara hafa Stuðmenn nú komið fram við góðar undirtektir til dæmis á árshátíð 365 og svo í Officeraklúbbi Einars Bárðarsonar. Áður voru þær Hara-systur og Jónsi í framlínunni og hefur Jakob ekki nema gott eitt um það samstarf að segja. En það hafi hins vegar ekki verið hugsað nema til skamms tíma því verkefni áttu til að rekast á við hljómsveitirnar Elektru og Í svörtum fötum þar sem þau starfa og störfuðu jafnframt. jakob@frettabladid.is Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Stuðmenn hafa verið í hljóðveri til að taka upp óð um sjálfan Rúnar Júlíusson eftir Valgeir Guðjónsson. Um leið kynna þeir til sögunnar nýja framlínu sem er samanlagt 36 ára miðað við 110 ára aldur áður. „Vissulega var blóðtaka að missa hina samanlagt 110 ára framlínu, Egil Ólafsson og Raghildi Gísladóttur. Hin nýja framlína, Eyþór Ingi og hin sextán ára Steffý, eru 36 ára samanlagt. En hún „lúkkar“ betur og „sándar“ betur en elstu menn muna,“ segir Jakob Frímann Magnússon hljómborðs-leikari hljómsveitar allra landsmanna – Stuðmanna. Stuðmenn ætla að starfa af krafti í sumar. Þeir eru að taka upp nýtt efni og vinna að plötu sem koma á út seint á þessu ári. En hljómsveitin mun senda frá sér lög eftir hendinni. Stuðmenn hafa verið við upptökur á nýju lagi sem er um sjálfan Rúnar Júlíusson. Varla er hægt að hugsa sér betri stað en upptökumaður er Björgvin Baldursson Guðmundssonar Rúnars. „Lagið fjallar um Rúnar, Keflavíkurbítlið og er í Trúbrotsanda,“ segir Jakob Og enn er komin ný framlína í Stuðmenn. Hljómsveitarstjórinn Jakob Frímann er ánægður með hana. Eyþór Ingi náttúrlega sigraði glæsilega í söngvarakeppninni Bandið hans Bubba nýverið og um hina ungu Steffý má segja að þar sé stjarna fædd. Jakob segir að þeir hafi fundið hana í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Þaðan sem við erum nú allir. Við höfum vakandi auga með þeim mikla listaskóla. Og réðum hana á stundinni.“ Og með þau Eyþór og Steffý sem aðalsöngvara hafa Stuðmenn nú komið fram við góðar undirtektir til dæmis á árshátíð 365 og svo í Officeraklúbbi Einars Bárðarsonar. Áður voru þær Hara-systur og Jónsi í framlínunni og hefur Jakob ekki nema gott eitt um það samstarf að segja. En það hafi hins vegar ekki verið hugsað nema til skamms tíma því verkefni áttu til að rekast á við hljómsveitirnar Elektru og Í svörtum fötum þar sem þau starfa og störfuðu jafnframt. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira