Innlent

Rauð jól hjá flestum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Allt útlit er fyrir að jólin verði rauð hjá meirihluta landsmanna.

Á meðan snjór og frosthörkur hafa leikið margan Bretann á leið í jólafrí grátt hefur ekki farið eins mikið fyrir snjónum hér á landi, að minnsta kosti sunnan heiða. Þúsundir Breta hafa orðið tepptir á vegum úti vegna veðurs og ítrekað hafa orðið tafir á flugsamgöngum þar í landi.

Þrátt fyrir að mörgum finnst nóg komið af snjó þar í landi lengir hins vegar suma eftir jólasnjónum hér á landi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir litlar líkur á að það nái að snjóa sunnan og suðvestanlands fyrir jólin úr því sem komið er og því útlit fyrir rauð jól á því svæði. Fyrir norðan og austan hefur hins vegar snjóað undanfarið og líklegt að það bæti í frekar en hitt og að þar verði hvít jól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×