Innlent

Hagaskóli rýmdur vegna reyksprengju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagaskóli var rýmdur vegna reyksprengjunnar. Mynd/ vilhelm.
Hagaskóli var rýmdur vegna reyksprengjunnar. Mynd/ vilhelm.
Rýma þurfti Hagaskóla eftir hádegi í dag þegar að reyksprengju var kastað inn á salerni í skólanum. Að sögn slökkviliðsmanna kom smá eldur upp vegna reyksprengjunnar en greiðlega gekk að slökkva hann. Skólar á höfuðborgarsvæðinu hafa að undanförnu verið að æfa rýmingaráætlanir við eldsvoða og var slíkri áætlun fylgt eftir í þessu tilfelli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×