Innlent

Ekki ákært í dúfnakofamáli

Kofinn sem konan fannst látin í.
Kofinn sem konan fannst látin í.

 Ríkissaksóknari mun ekki ákæra karlmann sem sætti gæsluvarðhaldi um skeið vegna gruns um aðild að láti konu á fertugsaldri sem fannst látin í febrúar í kofa Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar. Málið var fellt þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellis á hendur ofangreindum manni sem hafði réttarstöðu sakbornings við rannsóknina.

Niðurstöður úr krufningu á líki konunnar voru þær að dánarorsökin hefði verið ofkæling.

Rannsókn málsins beindist meðal annars að ferðum mannsins og konunnar síðasta sólarhringinn áður en hún lést.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×