Innlent

Siglufjarðarvegur ruddur eftir snjóflóð

Siglufjörður.
Siglufjörður.

Vegagerðarmenn ruddu í morgun í gegnum snjóflóðin tvö, sem féllu á Siglufjarðarveg í gærdag, og er vegurinn nú fær.

Hálka og skafrenningur eru víða um land, en helstu leiðir eru færar. Þó er ófært um Fróðárheiði og útnesveg á Snæfellsnesi, Um Hrafseyrar- og Dynjandisheiðar á Vestfjörðum, og norður í Árneshrepp á Ströndum. Á Austurlandi er ófært um Öxi.

Víða var þæfingur í morgun, en vegir hafa víðast hvar verið hreinsaðir.

Tvær ungar konur komust í hann krappann í gærkvöldi, þegar bíll þeirra snérist í hálku og rann aftur á bak út af veginum í Víkurskarði, á milli Akureyrar og Húsavíkur, og hafnaði þar í skafli. Bíllinn sökk í skaflinn þannig að þær komust ekki út úr honum. Þær hringdu í lögregluna á Akureyri sem kom þeim til hjálpar og náðu bílnum upp. Konurnar sakaði ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×