Enski boltinn

Kuyt framlengir líka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kuyt er kátur hjá Liverpool.
Kuyt er kátur hjá Liverpool. Nordic Photos/Getty Images

Stuðningsmenn Liverpool fengu tvöfaldan skammt af góðum fréttum í dag. Fyrst að Steven Gerrard hefði framlengt samning sinn við félagið og síðan að Dirk Kuyt hefði gert slíkt hið sama.

Hollendingurinn ódrepandi er búinn að skuldbinda sig til ársins 2012 en hann átti ár eftir af gamla samningnum sínum.

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, sagði tíðindi dagsins vera frábær fyrir félagið og sýna svart á hvítu framtíðarsýn félagsins. Hann gæti ekki verið kátari með það hvert félagið væri að stefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×