Enski boltinn

Ronaldo tilnefndur til Laureus verðlaunanna

Nordic Photos/Getty Images

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur nú fengið enn eina verðlaunatilnefninguna. Hann er einn þeirra sem koma til greina þegar Laureus verðlaunin verða afhent í tíunda sinn í sumar.

Formúluökuþórinn Lewis Hamilton og þrefaldi Ólympíugullverðlaunahafinn Chris Hoy frá Skotlandi hafa einnig verið tilnefndir, en það er nefnd 873 fjölmiðlamanna frá 112 löndum sem stendur að valinu.

Það er tenniskappinn Roger Federer frá Sviss sem er handhafi verðlaunanna, en hann vann þau í fjórða skipti í röð á ferlinum í fyrra sem er met. Michael Schumacher vann árin 2004 og 2002, Lance Armstrong 2003 og Tiger Woods árin 2000 og 2001.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×