Enski boltinn

Zola vill fá Upson til að semja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham.
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Gianfranco Zola vill að Matthew Upson verði tíundi leikmaður West Ham til að framlengja samning sinn við félagið síðan hann tók við starfi knattspyrnustjóra liðsins.

Upson á tvö ár eftir af núverandi samningi sínum og er sagður vilja bíða með að framlengja samning sinn þar til að í ljós kemur hvort að West Ham tryggir sér sæti í Evrópukeppninni í vor.

West Ham er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar sem dugar til þess.

„Matthew hefur verið ótrúlegur. Hann er einn þeirra leikmanna sem við stólum mikið á fyrir framtíðina," sagði Zola.

„Við munum ræða við hann og sjá til þess að hann sé ánægður hér. Ég trúi því að ef leikmanni líður vel og er hamingjusamur standi hann sig mun betur inn á vellinum en ella."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×