Erlent

Bílbelti hefðu bjargað á fjórða tug mannslífa í Danmörku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fjórðungur þeirra 209 Dana sem létu lífið í umferðarslysum á nýliðnu ári notuðu ekki öryggisbelti. Þetta kemur fram í skýrslu danska umferðarráðsins og segir talsmaður þess tölurnar sláandi.

Sýnt hafi verið fram á að þrír af hverjum fjórum sem látast í umferðarslysum í Danmörku hefðu bjargað lífi sínu með því að framkvæma þessa einföldu aðgerð, að spenna beltið, en það tákni að milli 30 og 35 þeirra sem létust í fyrra væru nú á lífi hefðu þeir gert svo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×