Erlent

Api meig á forseta Zambíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Rupiah Banda hló bara þegar þvag streymdi yfir hann ofan úr tré.
Rupiah Banda hló bara þegar þvag streymdi yfir hann ofan úr tré.

Api meig á Rupiah Banda, forseta Zambíu, á blaðamannafundi utan við skrifstofu forsetans í gær. Apinn var staddur í tré fyrir ofan forsetann og lét vaða yfir jakkann hans. Banda brást ekki illa við og gerði grín að atvikinu. Hann sagðist mundu gefa Michael Sata, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, apann í hádegismat en Sata beið lægri hlut fyrir Banda í forsetakosningum í fyrra. Banda hélt svo áfram að svara spurningum blaðamanna hinn rólegasti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×