Innlent

Ræða ástandið í Palestínu

steingrímur j. Sigfússon
steingrímur j. Sigfússon

Á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag verður fjallað um ástandið í Palestínu, farið yfir stöðu mála í deilunni vegna IceSave-reikninganna og rætt hvar málarekstur gegn Bretum er á vegi staddur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna óskaði eftir fundinum fyrir áramót.

Á fundinum mun Steingrímur meðal annars mæla fyrir því að ríkisstjórn Íslands tilkynni ísraelskum stjórnvöldum að láti þau ekki tafarlaust af aðgerðum sínum og komi á vopnahléi verði stjórnmálasambandi við Ísraelsríki slitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×