Erlent

Sjö hundruð Afganar mótmæltu Gaza-árásum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fánar Ísraels brenna á götu í Kandahar.
Fánar Ísraels brenna á götu í Kandahar. MYND/CNN

Um sjö hundruð manns komu saman á götum Kandahar í Suður-Afganistan í gær til að mótmæla árásum Ísraela á Gaza-svæðinu. Brenndu mótmælendurnir ísraelska fánann og hrópuðu slagorð í gjallarhorn.

Þrír ísraelskir hermenn féllu á Gaza-svæðinu í gær og yfir 20 slösuðust þegar ísraelskur skriðdreki skaut fyrir mistök á byggingu sem hermennirnir voru í. Mannfall Ísraelshers nemur þá fjórum mönnum síðan árásirnar á Gaza hófust fyrir tæplega hálfum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×