Innlent

Landsmönnum fækkaði um 0,7%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsmönnum fækkaði lítillega á árinu. Mynd/ Anton.
Landsmönnum fækkaði lítillega á árinu. Mynd/ Anton.
Íbúar með lögheimili á Íslandi voru 317.593 þann 1. desember síðastliðinn. Ári áður var íbúafjöldi 319.756 og er fækkun milli ára því um 2.163 íbúa eða 0,7%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Mest er fækkunin hlutfallslega á Austurlandi. Þar fækkaði um 431 einstakling, eða 3,3% frá fyrra ári.

Fækkun landsmanna stafar einkum af fækkun fólks með erlent ríkisfang en því fækkaði milli ára um 3.099 manns. Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði hins vegar um 936 frá 1. desember í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×