Erlent

Á hlut í banka og er rammskyggn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Shari Arison.
Shari Arison.

Ríkasta kona Ísraels, Shari Arison, sem meðal annars á ráðandi hlut í næststærsta banka landsins, sagðist í sjónvarpsviðtali við ísraelska sjónvarpsstöð á laugardaginn fá skilaboð frá almættinu og auk þess sjá óorðna atburði fyrir. Arison er hálfur Bandaríkjamaður, dóttir auðkýfingsins Teds Arison sem á sínum tíma stofnaði Carnival-skipafyrirtækið, stærsta rekstraraðila skemmtiferðaskipa í heiminum. Auk bankahlutarins á Arison stærsta byggingarverktakafyrirtæki Ísraels. Sem dæmi um framsýni sína sagðist Arion í viðtalinu hafa fengið vitrun um það fyrir tveimur árum, að mikil efnahagskreppa skylli á heiminum og hefði áhrif á líf milljóna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×