Innlent

Seðlabankafrumvarp skapar stjórnsýslubastarð

Heimir Már Pétursson skrifar

Þeir tveir seðlabankastjórar sem enn starfa, telja að ef frumvarp ríkisstjórnarinnar um yfirstjórn bankans verði að lögum skapi það stjórnsýslubastarð. Frumvarpið feli ekki í sér að Davíð Odsson þurfi að láta af störfum.

Seðlabankastjórarnir þrír komu fyrir viðskiptanefnd Alþingis í morgun. Í athugasemdum þeirra Davíðs Oddssonar og Eiríks Guðnasonar um frumvarpið segja þeir að engin fagleg rök séu færð fyrir því í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um bankann að gera þurfi breytingar á yfirstjórn hans. Þeir voru hins vegar fámálir að loknum fundi.

Í umsögn bankastjóranna um frumvarpið segir að með því sé verið að leggja niður stöður tveggja almennra bankastjóra en ekki formanns bankastjórnarinnar eða aðalbankastjóra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×