Innlent

Vilhjálmur vill þriðja sætið hjá Sjálfstæðisflokki

Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Vilhjálmur Árnason námsmaður og lögreglumaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. - 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi prófkjöri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vilhjálmi sem er fæddur og uppalinn í Skagafirði. Hann lauk stúdentsprófi af viðskipta- og hagfræðibraut frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og hefur einnig lokið námi frá Lögregluskóla ríkisins.

„Samhliða námi var ég sjálfstæður atvinnurekandi. Nú er ég búsettur í Grindavík ásamt sambýliskonu minni Sigurlaugu Pétursdóttur. Ég starfa sem lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og stunda ökukennaranám við Háskóla Íslands."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×