Enski boltinn

Wenger viðurkennir mistök

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba fagnar marki í leik með Chelsea.
Didier Drogba fagnar marki í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger viðurkennir að hann hafi gert mistök þegar hann ákvað að kaupa ekki ungan Didier Drogba til Arsenal fyrir 100 þúsund pund.

Drogba hóf feril sinn í Frakklandi árið 1998 með Le Mans og sagði Wenger að Arsenal hafi fylgst náið með hans framgöngu.

Arsenal og Chelsea mætast í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í dag en síðarnefnda félagið keypti Drogba á 24 milljónir punda frá Marseille árið 2004.

„Okkur fannst hann ekki fullkomnlega tilbúinn. Hann var metinn á 100 þúsund pund!"

„En ekki gleyma því að öll frönsku félögin fylgdust með honum og fór hann frá Le Mans til Guingamp."

„Við vissum af honum hjá Le Mans. Þetta voru mistök en svona er þetta í fótboltanum. Við vorum með Thierry Henry."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×