Innlent

Stálu tölvu og flakkara af heimavist

Í nótt var farið inn í herbergi á heimavist Fjölbrautaskóla Suðurlands við Eyraveg og þaðan stolið Toshiba fartölvu og MSI flakkara í eigu nemenda skólans. Lögreglan segir að tjónið sé tilfinnanlegt fyrir nemandann þar sem í tölvunni var mikið efni tengt námi hans. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×