Erlent

Óprúttnir leðurblökumenn á ferð í London

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Leðurblaka. Kannski engin furða að verndarsamtökin vilji gjarnan hafa þær á sínum stað við Regent's canal.
Leðurblaka. Kannski engin furða að verndarsamtökin vilji gjarnan hafa þær á sínum stað við Regent's canal.

Óskammfeilinn hópur ræningja notfærir sér verndarsvæði fyrir leðurblökur við Regent´s canal í London til að ræna vegfarendur í skjóli myrkurs en svæðið er óupplýst af tillitsemi við leðurblökurnar sem þar dveljast. Ræningjahópurinn telur 15 manns og hafa þeir 13 sinnum látið til skarar skríða og rænt græskulausa vegfarendur farsímum, reiðhjólum, iPod-spilurum og peningum. Lögregla á nú í viðræðum við Leðurblökuverndarsamtök Bretlands um að koma upp einhvers konar takmarkaðri lýsingu til að vernda vegfarendur en samtökin vilja síður hrekja blökurnar á brott þar sem þá fari þær að hrella almenning um alla borgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×