Erlent

Samkynhneigðir Serbar hætta við hinsegin göngu

Frá Gay Pride á Íslandi. Ekki fá allir samkynheigðir jafn góðar móttökur og hér.
Frá Gay Pride á Íslandi. Ekki fá allir samkynheigðir jafn góðar móttökur og hér.

Búið er að aflýsa hinsegin göngu Serba um miðborg Belgrad sem fram átti að fara fram á sunnudaginn næsta. Ástæðan er sú að serbneska lögreglan segist ekki geta tryggt öryggi samkynhneigðra.

Málið er búið að vera hápólitískt þar í landi en einn af skipuleggjendum göngunnar sagði í viðtali að forseti Serbíu, Boris Tadic, hafi hvatt samkynhneigða til þess að færa gönguna úr miðborginni yfir á annan stað.

Þessu höfnuðu skipuleggjendur göngunnar og áréttuðu að gangan færi í gegnum aðalgötur þeirra borga sem göngurnar tíðkast í.

Haturshópar gegn samkynhneigðum eru búnir að festa veggspjöld um alla miðborginna með áletruninni:„Við bíðum eftir ykkur." (e. We are expecting you)

Lögreglan óttaðist ofbeldisverk þessara hópa gagnvart þeim sem tækju þátt í göngunni.

Eftir að ákveðið var að slá gönguna af þá fagnaði öfga þjóðernissinnaði stjórnmálaflokkurinn Serb Popular movement 1389. Þeir sendu út tilkynningu þar sem sagði að unnist hefði mikill sigur fyrir venjulega Serba þar sem gangan var slegin af.

Þess má geta að Gay pride er haldið árlega á Íslandi en síðast mættu hátt í hundrað þúsund manns til þess að fylgjast með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×