Össur ræðir um lán og ESB í New York 24. september 2009 04:00 Össur Skarphéðinsson Lánveitingar Norðurlandanna til Íslands voru til umræðu á fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með norrænum og baltneskum starfsbræðrum sínum í New York í Bandaríkjunum í gær. Þeir eru þar vegna Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar stendur yfir. „Ég lagði áherslu á að frændþjóðir okkar leggðu allt af mörkum til að ljúka þessu og þeir sögðust myndu gera sitt allra besta í málinu og reyna að hraða því,“ sagði Össur í samtali við Fréttablaðið. Nokkuð er um liðið síðan samið var við norrænu ríkin um sameiginlegar lánveitingar til Íslands upp á jafnvirði um 300 milljarða króna. Veiting lánanna hefur strandað á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands. Það mál ræddi Össur við Dominique Strauss-Kahn, forstjóra AGS, í fyrrakvöld. „Ég lagði áherslu á að Íslendingar vildu fá endurskoðunina afgreidda sem allra fyrst,“ sagði Össur. Viðbrögð Strauss-Kahn voru á þann veg að hann lýsti yfir skilningi á stöðunni og sagðist vonast til að sem fyrst yrði hægt að ryðja úr vegi hindrunum fyrir endurskoðuninni. Þetta er það eina sem Össur vill láta uppi um viðbrögð Strauss-Kahns. Á hinn bóginn sagði hann viðræður þeirra hafa verið hreinskiptar og gagnlegar. Þeir hafi rætt Icesave-málið í þaula og hann gert forstjóranum grein fyrir pólitískri stöðu þess á Íslandi. „Ég sagði honum jafnframt að það væri óviðunandi ef Icesave-málið hefði áhrif á afgreiðslu AGS. Sú deila kæmi sjóðnum ekki við.“ Össur situr fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál í dag og flytur ræðu á sjálfu allsherjarþinginu á laugardag. Í fyrradag sótti hann leiðtogafund um loftslagsbreytingar og tók þátt í hringborðsumræðum um hvernig tryggja megi hagvöxt í heiminum án þess að auka losun gróðurhúsalofttegunda. Auk þessa á hann um tuttugu tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum og þjóðarleiðtogum meðan á þinginu stendur. Á þeim verður meðal annars rætt um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. bjorn@frettabladid.is Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Lánveitingar Norðurlandanna til Íslands voru til umræðu á fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með norrænum og baltneskum starfsbræðrum sínum í New York í Bandaríkjunum í gær. Þeir eru þar vegna Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar stendur yfir. „Ég lagði áherslu á að frændþjóðir okkar leggðu allt af mörkum til að ljúka þessu og þeir sögðust myndu gera sitt allra besta í málinu og reyna að hraða því,“ sagði Össur í samtali við Fréttablaðið. Nokkuð er um liðið síðan samið var við norrænu ríkin um sameiginlegar lánveitingar til Íslands upp á jafnvirði um 300 milljarða króna. Veiting lánanna hefur strandað á endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands. Það mál ræddi Össur við Dominique Strauss-Kahn, forstjóra AGS, í fyrrakvöld. „Ég lagði áherslu á að Íslendingar vildu fá endurskoðunina afgreidda sem allra fyrst,“ sagði Össur. Viðbrögð Strauss-Kahn voru á þann veg að hann lýsti yfir skilningi á stöðunni og sagðist vonast til að sem fyrst yrði hægt að ryðja úr vegi hindrunum fyrir endurskoðuninni. Þetta er það eina sem Össur vill láta uppi um viðbrögð Strauss-Kahns. Á hinn bóginn sagði hann viðræður þeirra hafa verið hreinskiptar og gagnlegar. Þeir hafi rætt Icesave-málið í þaula og hann gert forstjóranum grein fyrir pólitískri stöðu þess á Íslandi. „Ég sagði honum jafnframt að það væri óviðunandi ef Icesave-málið hefði áhrif á afgreiðslu AGS. Sú deila kæmi sjóðnum ekki við.“ Össur situr fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál í dag og flytur ræðu á sjálfu allsherjarþinginu á laugardag. Í fyrradag sótti hann leiðtogafund um loftslagsbreytingar og tók þátt í hringborðsumræðum um hvernig tryggja megi hagvöxt í heiminum án þess að auka losun gróðurhúsalofttegunda. Auk þessa á hann um tuttugu tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum og þjóðarleiðtogum meðan á þinginu stendur. Á þeim verður meðal annars rætt um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent