Erlent

Leikstjóri í leynifangelsi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Leikstjórinn Roman Polanski, sem er í haldi svissneskra yfirvalda og bíður framsals til Bandaríkjanna, hefur verið fluttur á leynilegan stað til að forða honum undan athygli forvitins almennings. Polanski er gefið að sök að hafa haft kynmök við 13 ára stúlku í Bandaríkjunum árið 1977. Nýi staðurinn er ekki fangelsi en Polanski verður í eins konar stofufangelsi og ber staðsetningararmband svo hægt verði að hafa uppi á honum láti hann sig hverfa. Svissnesk yfirvöld hafa enn ekki ákveðið hvort þau muni framselja Polanski bandarískum yfirvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×