Erlent

Karzai einn í framboði - Abdullah hættur við

Hamid Karzai
Hamid Karzai
Abdullah Abdullah lýsti því formlega yfir í morgun að hann ætlaði ekki að taka þátt í síðari umferð forsetakosninga í Afganistan, en kosningarnar áttu að fara fram um næstu helgi. Abdullah greindi stuðningsmönnum sínum frá þessu í Kabúl í morgun.

Ástæðan er sú að kröfum Abdullah um aðgerðir til að koma í veg fyrir svik í kosningunum var hafnað. Hamid Karzais, forseti landsins og mótframbjóðandi Abdullah sagðist í dag telja að kosningarnar ættu að fara fram þrátt fyrir þetta. Íbúar landsins ættu rétt á að segja sína skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×