Lífið

Jan Mayen gefur Veðurguðunum ekkert eftir í hressleika

Meðlimir hljómsveitarinnar Jan Mayen.
Meðlimir hljómsveitarinnar Jan Mayen.
Hljómsveitin Jan Mayen mun á miðvikudagskvöld koma fram á sínum fyrstu tónleikum á árinu og fara þeir fram á Grand Rokk, en hljómsveitin hefur ekki leikið fyrir almenning síðan á síðustu Airwaves-hátíð. Who Knew og tvær ungar og efnilegar sveitir, Alchemia og On Jupiters Orbit, munu einnig troða upp.

„Síðan hafa menn þó ekki setið auðum höndum því nýtt efni verður frumflutt á tónleikunum auk þess sem gamlir smellir og fleiri góðmeti verður á bóðstólunum. Meðal þess sem frumflutt verður er nýr sumarsmellur úr smiðju Jan Mayen sem gefur Veðurguðunum ekkert eftir í hressleika,“ segir í tilkynningu.

Húsið opnar klukkan 22 og kostar 500 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.