Innlent

ASÍ ekki treystandi fyrir verðlagseftirliti

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri 10-11.
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri 10-11.
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri 10-11, segir að Alþýðusambandi Íslands sé ekki treystandi fyrir verðlagseftirliti. Hann segir að enn einu sinni hafi starfsmenn verðlagseftirlits ASÍ gerst uppvísir að því að skrá hjá sér röng verð í verðkönnun.

Í nýjustu könnun ASÍ kemur fram að verðmunur á pasta sé 348% þar sem hæsta verð sé í 10-11.

,,Í þessari könnun er verið að bera saman ódýrasta valkost í pasta en í 10-11 var tekinn dýrasti valkostur í stað þess ódýrasta," segir Sigurður í tilkynningu. Dýrasti valkosturinn kosti 578 krónur en ódýrasti valkosturinn 329 krónur. Sigurður að báðar þessar vörur hafi verið í boði þegar könnunin var gerð.

Sigurður segir að Hagar og tengd félög hafi síðustu ár gagnrýnt ASÍ fyrir vinnubrögð sín í tengslum við þessar kannanir. ,,Villa eins og sú sem gerð var í þessari könnun leiðir af sér ranga niðurstöðu og villandi fyrirsagnir sem skaða fyrirtæki á markaði. Við viljum vönduð vinnubrögð sem gefna neytendum rétta mynd af markaði. ASÍ hefur sýnt það ítrekað að þeim er ekki treystandi fyrir því."


Tengdar fréttir

Allt að 348% verðmunur á pasta í könnun ASÍ

Mikill munur var á verðlagningu milli verslana þegar Alþýðusamband Íslands kannaði verð matvöru á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudaginn eða allt að 348%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×