Innlent

Staðfestir fjárfestingasamning um álver í Helguvík

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ákveðið að fjárfestingasamningur vegna allt að 260 þúsund tonna álvers í Helguvík verði staðfestur. Þetta kemur fram í grein sem ráðherra ritar í Fréttablaðið í dag.

Samkvæmt samningnum munu fimm erlendir bankar veita lán til framkvæmdanna. Ráðherra segir að framkvæmdir við Helguvík muni skapa allt að 2500 störf á byggingartímanum.

Í fullreistu álveri muni 650 manns starfa en afleidd störf verða ríflega 1000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×