Erlent

Borgarstjórinn dæmdur í fangelsi fyrir spillingu

Borgarstjórinn Adbul Ahad Sahebi.
Borgarstjórinn Adbul Ahad Sahebi.
Adbul Ahad Sahebi, borgarstjóra Kabúl höfuðborgar Afganistans, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir spillingu. Þrýst hefur verið á Hamid Karzai, forseta landsins, að láta til sín taka þegar kemur að spillingu í landinu.

Borgarstjórinn var meðal annars fundinn sekur um fjárdrátt. Sahebi var ekki viðstaddur þegar réttarhöldin en hann var handtekinn skömmu eftir að dómurinn var kveðinn upp.

Fram kemur í frétt Financial Times um málið að borgarstjórinn sé fyrsti hátt setti embættismaðurinn til að hljóta dóm fyrir spillingu í störfum sínum á undanförnum árum. Bandarísk stjórnvöld hafa þrýst á Karzai til að taka hart á spillingu í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×