Stórfyrirtækjum er það ljóst 21. janúar 2009 03:45 Allir stjórnendur skilja nauðsyn þess að halda starfsmönnum upplýstum. Þeir taka því hins vegar oft sem gefnu að starfmenn viti fyrir hvað fyrirtækin þeirra standa. Raunin er oft önnur því á sumum stöðum hafa starfsmenn ekki hugmynd um það. Á öðrum stöðum er þekkingin til staðar en þeir hafa hins vegar ekki þau tól né umboð til þess að geta unnið samkvæmt því. Í þessum tilfellum eru ytri markaðsherferðir alltaf að segja eitt, en starfsfólkið segir og gerir annað. Það er alltaf mikilvægt að ímynd fyrirtækja standi fyrir traust og öryggi. Í kreppu fara þessi gildi hins vegar að vega þyngra og reyna fer á innri þættina. Þegar einhver sem við þekkjum stendur ekki endurtekið við gefin loforð hverfur smám saman traustið til hans. Það veitir engum öryggi að eiga slíkan aðila að. Engu skiptir í því sambandi hvernig viðkomandi er klæddur, talar eða kemur fram því hans innri maður kemur fljótt í ljós. Þetta má heimfæra beint yfir á fyrirtæki. Ef raunveruleikinn er mun lakari en þær væntingar sem fyrirtækið setur í ytri markaðsherferðir veikist ímyndin og viðskiptavinir verða auð-unnir yfir til samkeppninnar. Starfsmenn geta ennfremur fyllst reiði í garð fyrirtækisins ef það gefur sig sífellt út fyrir að vera eitthvað fyrir utan fyrirtækið, sem enginn hefur trú á að það sé innan þess. Ytri skilaboð verða því að vera í takt við raunveruleikann og þá þjónustu sem fyrirtækið býður.Djúpan skilning þarfÞota EasyJet Greinarhöfundur bendir á að mörgum fyrirtækjum hafi tekist vel upp við gerð vörumerkja fyrir fyrirtæki sín og tekur þar easyJet sem dæmi.Christian Schroeder, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Lambie-Nairn í Bretlandi, skrifaði nýlega í tímaritið Marketing um innra markaðsstarf. Það sem Schroeder bendir á er fyrst mikilvægi þess að fá alla starfsmenn til að þekkja og skilja hvað fyrirtækið stendur fyrir. Skilningurinn þarf að ná þeirri dýpt að hann hjálpi starfsmönnum við að taka ákvarðanir í sínum daglegu störfum. Með þessu verða allar ákvarðanir þeirra til þess að styrkja vörumerkið.Í öðru lagi þarf að gera fólki ljóst hvaða svigrúm það hefur til athafna svo það geti tekið ákvarðanir og unnið sín daglegu störf í takt við það sem fyrirtækið vill vera. Starfsmenn verða að vita uppá hár hvað er í lagi og hvað ekki.Væntingar uppfylltarÍ þriðja lagi þurfa fyrirtæki að finna út hverju þarf að breyta svo þetta geti gerst, og setja svo mikinn þunga í að breyta fyrst því sem skilar mestum árangri (og svo koll af kolli). Algjört lykilatriði er að innra og ytra markaðsstarf keyri á sömu skilaboðum en mörg dæmi eru um hið gagnstæða. Sem dæmi gaf bandarískt tryggingarfélag í heilsugeiranum sig út fyrir það að velferð sjúklinga væri aðal-markmið sitt sem fyrirtækið hamraði á í ytri markaðsherferðum. Innan fyrirtækisins var hins vegar hamrað á mikilvægi þess að auka virði hlutabréfa með því að skera niður kostnað!Í fjórða lagi þarf að passa að allir hafi nægjanlegt vald og auðlindir til þess að vinna samkvæmt því sem fyrirtækið gefur sig úr fyrir að vera. Ef starfsmönnum er gert ómögulegt að vinna samkvæmt því verða viðskiptavinir sífellt fyrir vonbrigðum. Starfsmenn mega ekki eingöngu hafa framleiðslu eða framleiðni-markmið sem býr til mikinn hvata til að hámarka tekjur til skamms tíma. Það verða einnig að vera skýr langtímamarkið með vörumerkið að leiðarljósi. Sé það gert, styrkist vörumerkið til lengri tíma í hvert skipti sem starfsmenn nálgast eða ná skammtíma markmiðum sínum.Síðast en ekki síst þarf eldmóð sem þarf að skapa, rækta og viðhalda en hann getur ekki látið sjá sig nema starfsmenn hafi fullan skilning á hvað fyrirtækið er. Þeir verða ennfremur að geta heimfært það yfir á sín eigin störf ásamt því að hafa rétta svigrúmið, tólin og tækin til verkanna. Sé raunin þessi þá upplifa starfsmenn sig sem mikilvægan hlekk í starfseminni, þá skapast innra með þeim stolt af starfi og óbilandi trú á fyrirtækinu. Allir viðskiptavinir sem mæta viðmóti slíks starfsmanns eru ekki aðeins mun líklegri til að koma aftur heldur eru þeir einnig ósparir við að segja öðrum frá reynslu sinni.Skilaboðin samræmdInnri markaðsmál þarf að tækla á sama hátt og ytri markaðsmál. Fyrst þarf að meta stöðuna með könnunum. Yfirmenn þurfa að fá svör við spurningum eins og: Hvað finnst starfsmönnum í raun um fyrirtækið? Hvað viljum við að starfsmönnum finnist um það? Hvað þarf til svo starfsmönnum fari að finnast þetta um það? Að því loknu þarf að móta strategíu sem brúar það bil sem er á milli raunveruleikans og loforða fyrirtækisins. Því næst er strategíunni ýtt úr vör og árangur mældur.Mikilvægast er að það sé samræmi í skilaboðum í innra markaðsstarfi og að öll tækifæri séu notuð til að minna á hvað fyrirtækið stendur fyrir. Snjallt er að gera vörumerkið lifandi innan fyrirtækisins með því að gera upplifun starfsmanna þá sömu og viðskiptavinir eiga að upplifa í samskiptum við fyrirtækið. Mörg fyrirtæki gera þetta mjög vel eins og EasyJet. Þeir hafa sem dæmi höfuðstöðvar sínar allar málaðar í appelsínugula lit fyrirtækisins og öll hönnun á skrifstofum er með ímynd þess í huga. Það er hægt að nota sem dæmi hönnun á kaffistofum, fundarherbergjum, anddyri, salerni, bréfsefni og nafnspjöldum til að gera ímyndina lifandi á vinnustaðnum. Með þessu er starfsfólk stöðugt minnt á hvað fyrirtækið stendur fyrir sem auðveldar þeim að hafa það í huga við daglegar ákvarðanir. Fréttabréf með tölvupóstum og plaköt á veggjum eru góð og gild en ekki nóg. Yfirmenn verða einnig að koma fram og segja frá skilaboðum í eigin persónu. Í hvert skipti sem yfirmenn gera það er gullið tækifæri til að ,,selja" starfsmönnum hvað fyrirtækið stendur fyrir. Með því að vera með stöðugar áminningar sem starfsmenn bæði sjá og upplifa í sínum daglegu störfum, mun ímyndin með tímanum komast inn í huga og hjörtu þeirra. Þetta vita farsæl fyrirtæki eins og Apple, Disney og Virgin sem vinna samkvæmt þessu.Sannleikurinn er sá að ef starfsmönnum er alveg sama um fyrirtækin sem þeir vinna hjá munu þau að lokum deyja. En það er á ábyrgð yfirmanna að gefa starfsmönnum ástæðu til að standa ekki á sama! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Allir stjórnendur skilja nauðsyn þess að halda starfsmönnum upplýstum. Þeir taka því hins vegar oft sem gefnu að starfmenn viti fyrir hvað fyrirtækin þeirra standa. Raunin er oft önnur því á sumum stöðum hafa starfsmenn ekki hugmynd um það. Á öðrum stöðum er þekkingin til staðar en þeir hafa hins vegar ekki þau tól né umboð til þess að geta unnið samkvæmt því. Í þessum tilfellum eru ytri markaðsherferðir alltaf að segja eitt, en starfsfólkið segir og gerir annað. Það er alltaf mikilvægt að ímynd fyrirtækja standi fyrir traust og öryggi. Í kreppu fara þessi gildi hins vegar að vega þyngra og reyna fer á innri þættina. Þegar einhver sem við þekkjum stendur ekki endurtekið við gefin loforð hverfur smám saman traustið til hans. Það veitir engum öryggi að eiga slíkan aðila að. Engu skiptir í því sambandi hvernig viðkomandi er klæddur, talar eða kemur fram því hans innri maður kemur fljótt í ljós. Þetta má heimfæra beint yfir á fyrirtæki. Ef raunveruleikinn er mun lakari en þær væntingar sem fyrirtækið setur í ytri markaðsherferðir veikist ímyndin og viðskiptavinir verða auð-unnir yfir til samkeppninnar. Starfsmenn geta ennfremur fyllst reiði í garð fyrirtækisins ef það gefur sig sífellt út fyrir að vera eitthvað fyrir utan fyrirtækið, sem enginn hefur trú á að það sé innan þess. Ytri skilaboð verða því að vera í takt við raunveruleikann og þá þjónustu sem fyrirtækið býður.Djúpan skilning þarfÞota EasyJet Greinarhöfundur bendir á að mörgum fyrirtækjum hafi tekist vel upp við gerð vörumerkja fyrir fyrirtæki sín og tekur þar easyJet sem dæmi.Christian Schroeder, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Lambie-Nairn í Bretlandi, skrifaði nýlega í tímaritið Marketing um innra markaðsstarf. Það sem Schroeder bendir á er fyrst mikilvægi þess að fá alla starfsmenn til að þekkja og skilja hvað fyrirtækið stendur fyrir. Skilningurinn þarf að ná þeirri dýpt að hann hjálpi starfsmönnum við að taka ákvarðanir í sínum daglegu störfum. Með þessu verða allar ákvarðanir þeirra til þess að styrkja vörumerkið.Í öðru lagi þarf að gera fólki ljóst hvaða svigrúm það hefur til athafna svo það geti tekið ákvarðanir og unnið sín daglegu störf í takt við það sem fyrirtækið vill vera. Starfsmenn verða að vita uppá hár hvað er í lagi og hvað ekki.Væntingar uppfylltarÍ þriðja lagi þurfa fyrirtæki að finna út hverju þarf að breyta svo þetta geti gerst, og setja svo mikinn þunga í að breyta fyrst því sem skilar mestum árangri (og svo koll af kolli). Algjört lykilatriði er að innra og ytra markaðsstarf keyri á sömu skilaboðum en mörg dæmi eru um hið gagnstæða. Sem dæmi gaf bandarískt tryggingarfélag í heilsugeiranum sig út fyrir það að velferð sjúklinga væri aðal-markmið sitt sem fyrirtækið hamraði á í ytri markaðsherferðum. Innan fyrirtækisins var hins vegar hamrað á mikilvægi þess að auka virði hlutabréfa með því að skera niður kostnað!Í fjórða lagi þarf að passa að allir hafi nægjanlegt vald og auðlindir til þess að vinna samkvæmt því sem fyrirtækið gefur sig úr fyrir að vera. Ef starfsmönnum er gert ómögulegt að vinna samkvæmt því verða viðskiptavinir sífellt fyrir vonbrigðum. Starfsmenn mega ekki eingöngu hafa framleiðslu eða framleiðni-markmið sem býr til mikinn hvata til að hámarka tekjur til skamms tíma. Það verða einnig að vera skýr langtímamarkið með vörumerkið að leiðarljósi. Sé það gert, styrkist vörumerkið til lengri tíma í hvert skipti sem starfsmenn nálgast eða ná skammtíma markmiðum sínum.Síðast en ekki síst þarf eldmóð sem þarf að skapa, rækta og viðhalda en hann getur ekki látið sjá sig nema starfsmenn hafi fullan skilning á hvað fyrirtækið er. Þeir verða ennfremur að geta heimfært það yfir á sín eigin störf ásamt því að hafa rétta svigrúmið, tólin og tækin til verkanna. Sé raunin þessi þá upplifa starfsmenn sig sem mikilvægan hlekk í starfseminni, þá skapast innra með þeim stolt af starfi og óbilandi trú á fyrirtækinu. Allir viðskiptavinir sem mæta viðmóti slíks starfsmanns eru ekki aðeins mun líklegri til að koma aftur heldur eru þeir einnig ósparir við að segja öðrum frá reynslu sinni.Skilaboðin samræmdInnri markaðsmál þarf að tækla á sama hátt og ytri markaðsmál. Fyrst þarf að meta stöðuna með könnunum. Yfirmenn þurfa að fá svör við spurningum eins og: Hvað finnst starfsmönnum í raun um fyrirtækið? Hvað viljum við að starfsmönnum finnist um það? Hvað þarf til svo starfsmönnum fari að finnast þetta um það? Að því loknu þarf að móta strategíu sem brúar það bil sem er á milli raunveruleikans og loforða fyrirtækisins. Því næst er strategíunni ýtt úr vör og árangur mældur.Mikilvægast er að það sé samræmi í skilaboðum í innra markaðsstarfi og að öll tækifæri séu notuð til að minna á hvað fyrirtækið stendur fyrir. Snjallt er að gera vörumerkið lifandi innan fyrirtækisins með því að gera upplifun starfsmanna þá sömu og viðskiptavinir eiga að upplifa í samskiptum við fyrirtækið. Mörg fyrirtæki gera þetta mjög vel eins og EasyJet. Þeir hafa sem dæmi höfuðstöðvar sínar allar málaðar í appelsínugula lit fyrirtækisins og öll hönnun á skrifstofum er með ímynd þess í huga. Það er hægt að nota sem dæmi hönnun á kaffistofum, fundarherbergjum, anddyri, salerni, bréfsefni og nafnspjöldum til að gera ímyndina lifandi á vinnustaðnum. Með þessu er starfsfólk stöðugt minnt á hvað fyrirtækið stendur fyrir sem auðveldar þeim að hafa það í huga við daglegar ákvarðanir. Fréttabréf með tölvupóstum og plaköt á veggjum eru góð og gild en ekki nóg. Yfirmenn verða einnig að koma fram og segja frá skilaboðum í eigin persónu. Í hvert skipti sem yfirmenn gera það er gullið tækifæri til að ,,selja" starfsmönnum hvað fyrirtækið stendur fyrir. Með því að vera með stöðugar áminningar sem starfsmenn bæði sjá og upplifa í sínum daglegu störfum, mun ímyndin með tímanum komast inn í huga og hjörtu þeirra. Þetta vita farsæl fyrirtæki eins og Apple, Disney og Virgin sem vinna samkvæmt þessu.Sannleikurinn er sá að ef starfsmönnum er alveg sama um fyrirtækin sem þeir vinna hjá munu þau að lokum deyja. En það er á ábyrgð yfirmanna að gefa starfsmönnum ástæðu til að standa ekki á sama!
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar