Forseti Bandaríkjanna Barack Obama og eiginkona hans Michelle Obama dönsuðu fram á rauða nótt í gær.
Eins og meðfylgjandi myndband sýnir var fyrsti dans forsetahjónanna tilfinningaþrunginn.

Þau létu vel að hvort öðru við lagið At last í flutningi Beyonce Knowles sem táraðist í lokin.
Forsetafrúin klæddist síðkjól eftir fatahönnuðinn Jason Wu sem er aðeins 26 ára gamall.
Sjá myndband af dansinum hér.