Erlent

Telja sig hafa stöðvað hryðjuverkaárás á neðanjarðarlestir

Najibullah Zazi
Najibullah Zazi

Bandaríska leyniþjónustan telur sig hafa komið í veg fyrir stórfellt hryðjuverk í Bandaríkjunum. Talið er að hryðjuverkin hafi beinst að neðanjarðarlestarkerfinu í New York.

Leyniþjónustan hefur handtekið Najibullah Zazi. Þá höfðu þeir fylgst með ferðum hans í heilt ár. Þá hefur leyniþjónustan gert húsleitir á nokkrum stöðum.

Yfirvöld telja að Zazi hafi verið í sambandi við meðlimi í Al-kaída samtökunum. Þá telja þeir einnig að Zazi hafi lært að búa til sprengjur þegar hann fór til Pakistan á síðasta ári. Sjálfur segist hann hafa verið til Pakistan til þess að heimsækja eiginkonu sína.

Zazi býr í Detroit en áður var hann búsettur í New York. Símar hans hafa verið hleraðir í ár en amerískir fjölmiðlar hafa það eftir yfirvöldum að til séu upptökur af Zazi að tala við meðlim Al-kaída. Þar er talað um giftingu en talið er að það sé leyniorð yfir árás.

Zazi er 24 ára gamall og er upprunalega fæddur í Afganistan.

Talið er að hann vinni með lögreglunni en svo virðist sem það sé óljóst hvort hann hafi verið opinberlega handtekinn. Lögmaður Zazi segir að umbjóðandi sinn sé saklaus.

Málið er enn í rannsókn og málsatvik nokkuð óljós samkvæmt bandarískum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×