Erlent

Geimskot tókst með ágætum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gervihnettinum skotið á loft frá Canaveral-höfða í gær.
Gervihnettinum skotið á loft frá Canaveral-höfða í gær. MYND/NASA

Geimskot gervihnattar, sem ætlað er að fara á sporbaug um tunglið og mynda yfirborð þess, tókst með ágætum en hnettinum var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída í gær. Gögn frá gervihnettinum verða notuð til þess að velja hentugan stað fyrir geimstöð á tunglinu þar sem geimfarar munu dvelja í lengri tíma. Að sögn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA verður megináhersla lögð á að finna stað þar sem sólarljóss nýtur hvað lengst auk þess sem gerð verður tilraun til að finna vatn á tunglinu. Gervihnötturinn verður fjóra daga á leið til tunglsins og sveimar svo umhverfis það í eitt ár og framkvæmir ýmsar kannanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×