Innlent

Meint fyrirsagnafiff gagnrýnt harðlega

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.

Minnihluti A-listans bókaði harða bókun á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar sem var haldinn í gær. Þar gagnrýndu þeir harðlega fyrirsögn sem birtist á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins en hún hljóðaði svo: "Viðsnúningur í rekstri Reykjanesbæjar".

Í bókun A-listans, sem ber titilinn „fyrirsagnafiff í fjölmiðlum", segja þeir fyrirsögnina eingöngu til þess fallna að rugla fólk í ríminu og færa sjónarhornið frá eiginlegri fjárhagstöðu sveitafélagsins. Í bókun A-listans er frétt meirihluta bæjarstjórnar gagnrýnd og því haldið fram að hún sé blekking ein.

Segir svo orðrétt í bókun minnihlutans: „Þessi meinti hagnaður sem sagt var frá í Víkurfréttum í síðustu viku er eingöngu reiknaður bókhaldslegur hagnaður en ekki fjármunir sem hægt er að nýta við rekstur bæjarsjóðs á þessu ári. Stærstum hluta þeirrar upphæðar eða um 6 milljörðum verður ekki einu sinni ráðstafað af næstu bæjarstjórn heldur í fyrsta lagi af þar næstu. Nema að búið verði að eyða því öllu fyrirfram með hallarekstri.

Á þessu ári má gera ráð fyrir rúmur 1,8 milljarður komi inn í bæjarsjóð vegna sölu eignahlutar í HS Orku. Þeim fjármunum hefur hins vegar öllum verið ráðstafað til þess að standa undir hallarekstri ársins."

Fyrir þá sem vilja lesa bókunina í heild sinni má finna hana á vef Víkurfrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×