Enski boltinn

Carragher: Stærsti deildarleikurinn á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Carragher, leikmaður Liverpool.
Jamie Carragher, leikmaður Liverpool. Mynd/GettyImages

Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, telur leikinn við Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á morgun vera mikilvægasta leikinn á ferlinum sínum.

Liverpool spilar í hádeginu á morgun og getur komist á toppinn með sigri þar sem að topplið Manchester United spilar ekki fyrr en seinna um daginn.

Jamie Carragher hefur ekki gefið upp vonina um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 1-3 tap fyrir Chelsea á heimavelli í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum. Hann ítrekar samt að enski meistaratitillinn hafi alltaf verið forgangsverkefni á tímabilinu.

„Leikurinn á móti Blackburn er stærsti deildarleikurinn á ferlinum til þessa. Ég er ekki bara að segja það út frá því sem gerðist á móti Chelsea því deildin hefur alltaf verið aðalkeppnin hjá Liverpool," sagði Carragher.

„Ég er búin að vera í þrettán ár í aðalliði Liverpool og ég hef aldrei tekið þátt í stærri deildarleik. Þetta er svona mikilvægur leikur. Ef við vinnum þá komust við í toppsætið þegar aðeins sex leikir eru eftir. Við hefðum stokkið á það ef einhver hefði boðið okkur það í upphafi tímabilsins," sagði Carragher.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×