Þunglyndur yfir fréttunum 6. janúar 2009 08:00 Miðað við íslenskar krónur, það er að segja. Pétur Magnússon með syni sínum, Magnúsi. Fréttablaðið/GVA Pétur Magnússon býr í Kolding í Danmörku og hefur aldrei haft eins há laun í íslenskum krónum talið. Hann á erfitt með að átta sig á ástandinu á Íslandi og gat ómögulega útskýrt það fyrir tyrkneskættuðum leigubílstjóra á dögunum. Einn þeirra tæplega tíu þúsund Íslendinga sem búa í Danmörku er Pétur Magnússon. „Ég fékk áfall þegar ég ætlaði að kaupa mér poka af uppáhaldsnamminu mínu, Djúpum, og sá verðið," segir Pétur sem er búinn að vera í fríi á Íslandi um jólin. „Ég fékk reyndar líka áfall þegar ég sá verðið um þarsíðustu jól!" Pétur starfar í þjónustufyrirtæki í byggingargeiranum í bænum Kolding. Hann fylgdist vel með bankahruninu í haust. „Íslenskur vinnufélagi minn sagði að það væri allt að verða vitlaust á Íslandi. Vefur Ekstrablaðsins virtist áfjáður í að bera mjög slæmar fréttir af Íslandi en þar sem mér hefur fundist þeir neikvæðir í garð Íslands hringdi ég í mömmu. Hún vissi svo sem ekki mikið meira en ég en var mjög svartsýn. Svo lágum við yfir fréttunum á netinu í hverju hádegi, en fyrir rest hætti maður að nenna því. Maður varð engu nær og varð bara þunglyndur." Pétur hefur heyrt af fjölmörgum íslenskum námsmönnum sem voru nánast í taugaáfalli þegar þeir horfðu upp á námslánin sín gufa upp í gengishruni íslensku krónunnar. „Það er fullt af fólki sem lifir nánast á núðlum. Sjálfum krossbrá mér þegar ég reiknaði kaupið mitt yfir í íslenskar krónur. Ég hef aldrei haft svona gott tímakaup áður, í íslenskum krónum talið, það er að segja. Ég sé litla ástæðu til að koma heim." En hafa Íslendingar í einhver hús að venda í Danmörku? „Ég hafði verið atvinnulaus um hríð en var sem betur fer kominn með vinnu áður en kreppan skall á. Það var ekki hlaupið að því að fá vinnu," segir Pétur. „Mín upplifun er sú að Danir hafi verið góðir við Íslendinga og vorkenni þeim mikið. Ég fékk mér far með tyrkneskættuðum leigubílstjóra um daginn. Hann var mjög fróður um Ísland og taldi upp alls konar staðreyndir. Hann lagði fyrir mig spurningu: Þið hafið fullt af fiski í sjónum, eigið fullt af náttúruauðlindum, eruð með tækniþekkingu og iðnað og eruð ekki nema 320.000 manns á landi sem er þrisvar sinnum stærra en Danmörk. Hvers vegna í ósköpunum getið þið ekki bara öll haft það gott þarna? Ég gat náttúrlega engu svarað manninum. Tautaði bara eitthvað um að vonandi yrði einhver dreginn til ábyrgðar." drgunni@frettabladid.is Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Pétur Magnússon býr í Kolding í Danmörku og hefur aldrei haft eins há laun í íslenskum krónum talið. Hann á erfitt með að átta sig á ástandinu á Íslandi og gat ómögulega útskýrt það fyrir tyrkneskættuðum leigubílstjóra á dögunum. Einn þeirra tæplega tíu þúsund Íslendinga sem búa í Danmörku er Pétur Magnússon. „Ég fékk áfall þegar ég ætlaði að kaupa mér poka af uppáhaldsnamminu mínu, Djúpum, og sá verðið," segir Pétur sem er búinn að vera í fríi á Íslandi um jólin. „Ég fékk reyndar líka áfall þegar ég sá verðið um þarsíðustu jól!" Pétur starfar í þjónustufyrirtæki í byggingargeiranum í bænum Kolding. Hann fylgdist vel með bankahruninu í haust. „Íslenskur vinnufélagi minn sagði að það væri allt að verða vitlaust á Íslandi. Vefur Ekstrablaðsins virtist áfjáður í að bera mjög slæmar fréttir af Íslandi en þar sem mér hefur fundist þeir neikvæðir í garð Íslands hringdi ég í mömmu. Hún vissi svo sem ekki mikið meira en ég en var mjög svartsýn. Svo lágum við yfir fréttunum á netinu í hverju hádegi, en fyrir rest hætti maður að nenna því. Maður varð engu nær og varð bara þunglyndur." Pétur hefur heyrt af fjölmörgum íslenskum námsmönnum sem voru nánast í taugaáfalli þegar þeir horfðu upp á námslánin sín gufa upp í gengishruni íslensku krónunnar. „Það er fullt af fólki sem lifir nánast á núðlum. Sjálfum krossbrá mér þegar ég reiknaði kaupið mitt yfir í íslenskar krónur. Ég hef aldrei haft svona gott tímakaup áður, í íslenskum krónum talið, það er að segja. Ég sé litla ástæðu til að koma heim." En hafa Íslendingar í einhver hús að venda í Danmörku? „Ég hafði verið atvinnulaus um hríð en var sem betur fer kominn með vinnu áður en kreppan skall á. Það var ekki hlaupið að því að fá vinnu," segir Pétur. „Mín upplifun er sú að Danir hafi verið góðir við Íslendinga og vorkenni þeim mikið. Ég fékk mér far með tyrkneskættuðum leigubílstjóra um daginn. Hann var mjög fróður um Ísland og taldi upp alls konar staðreyndir. Hann lagði fyrir mig spurningu: Þið hafið fullt af fiski í sjónum, eigið fullt af náttúruauðlindum, eruð með tækniþekkingu og iðnað og eruð ekki nema 320.000 manns á landi sem er þrisvar sinnum stærra en Danmörk. Hvers vegna í ósköpunum getið þið ekki bara öll haft það gott þarna? Ég gat náttúrlega engu svarað manninum. Tautaði bara eitthvað um að vonandi yrði einhver dreginn til ábyrgðar." drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira