Erlent

Rekinn fyrir að tala um eiturlyf

London.
London.

David Nutt, yfirmaður fíkniefnamála hjá breska innanríkisráðuneytinu, var rekinn í gær. Ástæðan var sú að hann sagði í fjölmiðlum að maríjúana, e-töflur og LSD væru hættuminni en áfengi.

Nutt gagnrýndi fyrr í vikunni þann mun sem gerður er á áfengi og tóbaki annars vegar og ólöglegum eiturlyfjum hins vegar. Hann hefur áður gagnrýnt innanríkisráðuneytið fyrir að herða reglur um maríjúana. Undir þá gagnrýni tóku margir vísindamenn.

Ráðuneytið hefur staðfest brottreksturinn og mun tilkynna um eftirmann hans á næstu dögum. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×