Erlent

Bretar búa sig undir 65.000 flensudauðsföll

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Landlæknir Bretlands hefur beðið heilbrigðisyfirvöld þar í landi að búa sig undir allt að 65.000 dauðsföll af völdum svínaflensu. Talið er að 55.000 manns hafi nú smitast af flensunni í Bretlandi og eru dauðsföll af völdum hennar orðin 29. Þá spá hagfræðingar því í skýrslu, sem birt verður í dag, að samdráttur í hagkerfinu vegna svínaflensunnar geti numið allt að fimm prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×