Erlent

Netnotendum í Kína fjölgar ört

Netnotendur í Kína eru nú orðnir fleiri en allir Bandaríkjamenn. Í lok júní voru þeir orðnir 338 milljónir talsins, og hafði þeim þá fjölgað um 13,4 prósent á milli ára.

Bandaríkjamenn eru rétt tæplega 307 milljónir.

Í Kína búa ríflega 1,3 milljarðar manna. Netnotkun þar hefur aukist hröðum skrefum síðustu ár, þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda til að hindra aðgang að efni sem talið er klámfengið eða grafa undan tiltrú á yfirvöld landsins.

Enn hafa þó ekki nema 25,5 prósent Kínverja aðgang að veraldarvefnum. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×