Erlent

Fjöldamorðingi handtekinn í Bandaríkjunum

Anthony Sowell
Anthony Sowell MYND/AP
Lögreglan í Cleveland í Bandaríkjunum hefur nú í haldi sínu mann sem grunaður er um að vera fjöldamorðingi. Sex lík hafa fundist á heimili mannsins sem áður hefur hlotið dóm fyrir nauðgun.

Málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum enda eru líkin sem hafa fundist afar illa leikinn. Lögreglan komst á snoðir um málið á fimmtudaginn. Tveir lögreglumenn voru þá sendir að sækja Anthony Sowell og færa hann til yfirheyrslu. En Sowell þessi, sem er fimmtugur, hafði skömmu áður verið kærður fyrir nauðgun.

Þegar lögreglan kom á heimili mannsins var hann hvergi sjáanlegur. Lögreglumennirni fóru engu að síður inn í húsið og leituðu betur. Þá fundu þeir sterka lykt ofan af háalofti og þegar þangað var komið blasti við þeim tvö lík. Mikið lið var kallað á vettvang og lýst var eftir Sowell sem virtisr haf látið sig hverfa.

Við vettvangsrannsókn á heimilinu dagin eftir, eða á föstudaginn, fundust þrjú lík til viðbótar í húsinu. Þau voru grafin í kjallaranum. Sjötta líkið fannst svo í gær en það hafi verið grafið út í garði. Ekkert spurðist til Sowells þangað til í gær en lögregla fann hann skammt frá heimili sínu. Hann reyndi fyrst að villa á sér heimildir en gafst upp á því þegar lögreglumenn bjuggu sig undir að taka af honum fingraför.

Krufning á líkunum sem fundust í húsi Sowells er skammt á veg kominn. Líkin sem fundust fyrst reyndust vera af tveimur konum sem virðast hafa verið látnar í meira sex mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×