Innlent

Ákvörðun um hvalveiðar óskiljanleg

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir miklum vonbrigðum með að ákvörðun Einars K. Guðfinnsonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, um veiðar á hrefnu og langreyði skuli standa. Samtökin segja hana óskiljanlega.

Þegar litið er til gríðarlegrar andstöðu alþjóðasamfélagsins við hvalveiðar er ákvörðun um umfangsmiklar hvalveiðar óskiljanleg á sama tíma og við þurfum að endurreisa ímynd Íslands eftir efnahagshrunið, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar.

,,Í þeim efnahagsþrengingum sem eru víðast hvar í viðskiptalöndum okkar munu ferðalög fólks dragast saman og enn meiri barátta verða um hylli ferðamannsins og eru nágrannaþjóðir að verja miklum fjármunum í markaðsmál. Við það verður Ísland að berjast. Ferðaþjónusta er ein þriggja stoða í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins sem þarf nú á meiri tekjum að halda en nokkru sinni fyrr. Það er því undarlegt að stjórnvöld skuli leggja stein í götu þeirrar atvinnugreinar sem einna mest er horft til á þessum tímum," segir í tilkynningu frá samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×