Erlent

Skiptinemar í vondum málum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hinn kólumbíski Carlos Villareal var einn skiptinemanna.
Hinn kólumbíski Carlos Villareal var einn skiptinemanna. MYND/CNN

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur fyrirskipað að rannsakað verði hvað olli því að fimm skiptinemar, sem komu til landsins í fyrra, enduðu á heimilum hjá fólki sem var engan veginn í stakk búið til að annast þá. Skiptinemarnir fengu ekki að borða og í sumum tilfellum var húsnæðið óíbúðarhæft. Þá var einn þeirra settur í vist hjá dæmdum afbrotamanni. Annað fólk hljóp undir bagga og gaf skiptinemunum að borða og endaði einn þeirra á sjúkrahúsi vegna næringarskorts. Allir skiptinemarnir hafa nú snúið aftur til sinna heimalanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×